
■ Myndir fluttar yfir í samhæfan síma
Til athugunar: Þessa aðgerð er aðeins hægt að nota ef kveikt er á símanum. Ekki
má kveikja á símanum þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún
kann að valda truflunum eða hættu.
Hægt er að flytja myndir yfir í Nokia síma með
því einu að tengja Nokia skemmtimyndavélina
PT-3 í Pop-Port
TM
tengi símans. Flutningurinn
hefst sjálfkrafa. Áður en myndavélin og samhæfi
síminn eru tengd þarf að kveikja á báðum
tækjunum. Ekki skal tengja ósamhæf tæki.
Athuga skal að ekki er hægt að taka myndir á
meðan myndavélin er tengd við síma.

Copyright
©
2003 Nokia. All rights reserved.
12
Allar myndirnar verða fluttar yfir í símann í einu og byrjað á þeirri síðustu.
Myndirnar eru fluttar þar til þær hafa allar verið afritaðar eða þar til minni símans
er orðið fullt.
Á meðan á flutningi stendur sýnir teljari á myndavélarskjánum hversu margar
myndir á eftir að flytja. Fyrir flutninginn sýnir teljarinn heildarfjölda mynda sem á
að senda og hann telur niður eftir því sem flutningnum miðar.
Hægt er að gera hlé á flutningnum með því að styðja einu sinni á
smellitakkann. Þegar halda á áfram eftir hléið er stutt aftur á smellitakkann
.
Bent er á að ef myndavélin er tekin af símanum á meðan hlé er á flutningi eða
hann hefur mistekist er ekki hægt að halda flutningnum áfram.
Ef myndaflutningurinn mistekst leiftra rauða gaumljósið og senditeiknið
.
Einnig heyrist villuhljóðmerki. Ef minni símans er fullt birtast villuboð í símanum
og þá þarf að eyða skrám úr minninu til að losa pláss. Myndaflutningurinn er
settur í gang aftur með því að styðja aftur á smellitakkann
.
Eftir flutning eru myndirnar geymdar í minni myndavélarinnar og hægt er að flytja
þær aftur í síma. Síminn birtir boð um viðtöku skránna á símaskjánum. Hægt er að
vista, opna, skoða upplýsingar eða eyða fluttu myndunum í símanum. Athuga skal
að til að geta skoðað myndirnar síðar eða sent þær með margmiðlunarboðum eða
tölvupósti þarf að vista myndirnar í símanum. Það fer eftir símanum, en hægt er
að senda myndirnar á tölvu með tölvupósti eða flytja þær með gagnakapli,
Bluetooth eða innrauðri tengingu og PC Suite (PC Suite getur fylgt símanum á
geisladiski).
Eftir myndaflutninginn er myndavélin tekin úr sambandi við símann og tenginu
lokað.

N
o
tk
un
m
y
nda
v
é
la
rin
na
r
13
Copyright
©
2003 Nokia. All rights reserved.