Nokia Fun Camera - Upplýsingar um rafhlöðu

background image

Upplýsingar um rafhlöðu

Þetta tæki er ætlað til notkunar með Alkaline 1.5V 8003 Micro LR03 AM4 MN2400 Ministilo
AAA rafhlöðum. Ef notaðar eru aðrar gerðir fellur niður öll ábyrgð og samþykki, og slíkri
notkun getur fylgt hætta. Ætíð skal slökkva á tækinu áður en rafhlöður eru fjarlægðar. Ætíð
skal skipta um báðar rafhlöður í einu. Ekki skal blanda saman misgömlum rafhlöðum, af
ólíkum gerðum eða frá mismunandi framleiðendum. Gæta skal þess að skaut vísi rétt þegar
rafhlöður eru settar í.
Endurhlaðið ekki rafhlöðurnar.

Fullhlaðin rafhlaða missir sjálfkrafa hleðslu með tímanum ef hún er ekki í notkun. Ef
rafhlaðan er skilin eftir í miklum hitum eða kuldum, til dæmis í lokuðum bíl að sumar- eða
vetrarlagi, dregur það úr afkastagetu hennar og endingu. Einkum hefur mikið frost áhrif á
rafhlöður.

Aðeins má nota rafhlöðurnar til þess sem þær eru ætlaðar. Aldrei skal nota skaddaða
rafhlöðu. Skaddaðar rafhlöður geta lekið eða sprungið og valdið meiðslum. Ætíð skal geyma
rafhlöður þar sem börn ná ekki til. Aldrei má gleypa rafhlöðu. Ef rafhlaða er gleypt skal þegar
í stað hafa samband við lækni.
Gæta skal þess að valda ekki skammhlaupi í rafhlöðunni. Skammhlaup getur orðið fyrir slysni
þegar málmhlutur eins og mynt, bréfaklemma eða penni veldur beinni tengingu milli
jákvæða (+) og neikvæða (-) skautsins á rafhlöðunni. Þetta tetur t.d. gerst þegar
vararafhlaða er höfð í vasa eða tösku. Skammhlaup milli skautanna getur valdið skemmdum
á rafhlöðunni eða hlutnum sem veldur tengingunni.
Ekki má fleygja rafhlöðum í eld! Farga skal rafhlöðum í samræmi við staðbundnar
reglugerðir. Setja skal þær í endurvinnslu ef mögulegt er. Ekki má fleygja þeim með
heimilisúrgangi.